Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Education at a Glance 2015

Árlegt rit OECD um alþjóðlega tölfræði menntamála er komið út.

Education at a Glance 2015, sem er árlegt rit OECD um alþjóðlega tölfræði menntamála, kom út 24. nóvember. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðilegar upplýsingar og greining á menntakerfum 34 aðildarlanda OECD og annarra samstarfslanda. Ritið skiptist upp í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um menntunarstig þjóða og þau áhrif sem menntun hefur á afkomu einstaklinga og atvinnulífs. Annar hlutinn fjallar um fjárfestingu í menntun, hvernig skólakerfi eru fjármögnuð af hálfu hins opinbera og einkaaðila. Þriðji hlutinn fjallar um aðgengi að menntun, hversu stór hluti þjóðarinnar sækir menntun og hvernig menntuðum reiðir af á vinnumarkaði. Fjórði hlutinn fjallar um skipulag skólastarfs, m.a. fjölda kennara á hvern nemanda, kennslutíma og laun kennara.

Efni skýrslunnar er aðgengilegt á vef OECD . Hægt er að lesa einstaka kafla í veflægu viðmóti. Prentuð útgáfa og rafrænt niðurhal fæst gegn greiðslu.

Ísland tekur þátt í víðtæku alþjóðlegu samstarfi við að afla gagna um menntakerfið. Gögnin eru að miklu leyti aðgengileg á vef OECD. EducationGPS , er vefur sem birtir tölfræðilegar upplýsingar um einstök lönd og auðveldar samanburð milli landa. Einnig má nálgast tölfræðileg gögn í aðgengilegu veflægu viðmóti á slóðinni https://data.oecd.org/education.htm. Ítarlegri gögn er að finna í gagnabanka OECD sem hýsir alla tölfræði stofnunarinnar á vefnum http://stats.oecd.org/.

Sérfræðingar OECD hafa tekið saman nokkur atriði um Ísland ásamt töflu með helstu mælikvörðum sem birtast í Education at a Glance 2015. Samantekt OECD um Ísland.

Samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytis úr Education at a Glance 2015 um ýmis atriði sem varða stöðu og þróun menntamála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum