Hoppa yfir valmynd
29. september 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektir á sjálfsmatsaðferðum skóla

Úttektum á sjálfsmatsaðferðum skóla er ætlað að veita upplýsingar um hvernig grunnskólar uppfylla ákvæði laga um mat á skólastarfi. Þessar úttektir fela ekki í sér að fjalla eigi efnislega um einstaka þætti skólastarfsins eða bera saman skóla heldur er þeim ætlað að kanna hvort þær aðferðir, sem beitt er við sjálfsmat, uppfylli faglegar kröfur og styðji umbætur í skólum.

Úttektir á sjálfsmatsaðferðum skóla byggjast m.a. á mati á sjálfsmatsskýrslu viðkomandi skóla, heimsókn í skólann og viðtölum við stjórnendur og fulltrúa starfsmanna og nemenda. Til að fá sem skýrasta mynd af sjálfsmatsferlinu þurfa úttektaraðilar að kynna sér hvaða gögn skólinn hefur lagt til grundvallar sjálfsmatinu, úrvinnslu þeirra gagna og þær aðferðir sem skólinn hefur notað við sjálfsmatið. Sem dæmi um gögn skóla má nefna upplýsingar um nýtingu tíma, árangur á prófum, foreldrasamstarf og menntun og endurmenntun starfsmanna. Þau viðmið fyrir vinnu við sjálfsmat, sem fjallað er um hér að ofan, liggja einnig til grundvallar úttektum á sjálfsmatsaðferðum.

Úttektir á skólastarfi

Sem hluta af almennri eftirlitsskyldu menntamálaráðuneytisins getur það látið gera úttektir á skólastarfi. Slíkar úttektir geta tekið til ákveðinna þátta í skólastarfi, t.d. kennslu í ákveðinni faggrein, en geta einnig falið í sér heildarmat á starfi einstakra skóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum