Menningarmál

Styrkir til starfsemi áhugaleikhópa

Veittir eru styrkir til leiksýninga á íslenskum eða erlendum verkum, skemmtidagskrám eða söngleikjum og einnig til vandaðra bókmenntakynninga og námskeiðahalds. Heildarframlag er ákveðið á fjárlögum hverju sinni.

Úthlutað er einu sinni á ári. Bandalag íslenskra leikfélaga sendir aðilarfélögum umsóknareyðublöð.

Umsóknum skal skilað til Bandalags íslenskra leikfélaga, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík.