Menningarmál

Atvinnuleikhópar - styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa

Í leiklistarlögum nr. 138/1998 18. gr. segir Leiklistarráð gerir tillögu til menntamálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. 14. gr. Ráðið veitir umsögn um leiklistarerindi sem menntamálaráðuneytið vísar til þess og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum til ráðuneytisins um leiklistarmálefni."

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða samfellds starfs til lengri tíma og er afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsókna og framlagi á fjárlögum hverju sinni.
Úthlutað er einu sinni á ári.

  • Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Rannís

  • Upplýsingar um umsóknarfrest eru á síðu sjóðsins hjá Rannís

  • Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Rannís, sími 515 5838 og Ragnhildur Zoëga á netfanginu:  ragnhildur.zoega@rannis.is

  • Vinnureglur Leiklistarráðs