Menningarmál

Íþróttasjóður

Frá og með haustinu 2013 er umsýsla sjóðsins hjá Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands.
Vakin er athygli á að næsti umsóknafrestur er 1. október nk. og eru umsóknir rafrænar.

Íþróttasjóður starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Úthlutanir úr sjóðnum