Menningarmál

Kvikmyndasjóður

Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands samkvæmt kvikmyndalögum nr. 137/2001 og reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1066/2004. Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmynd, sem styrkt er af Kvikmyndamiðstöð Íslands, skal hafa íslenska menningarlega skírskotun nema sérstök menningarleg rök leiði til annars.

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Sérstakir kvikmyndaráðgjafar fara yfir umsóknir og tekur forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar svo endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings í samræmi við skilyrði þeirrar reglugerðar nr 229/2003 sem liggur til grundavallar slíkum úthlutunum.

  • Umsóknareyðublöð fást á vef Kvikmyndamiðstöðvar eða hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.