Menningarmál

Listamannalaun / Starfslaun listamanna

  • Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Rannís.
  • Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Rannís, sími515 5838, eða á netfanginu ragnhildur.zoega@rannis.is
  • Framvinnduskýrslur vegna úthlutanna eru aðgengilegar á vef Rannís

Starfslaunum listamanna er úthlutað samkvæmt lögum um listamannalaun nr. 57/2009 og reglugerð um listamannalaun nr. 834/2009.

Starfslaun listamanna eru veitt úr sex sjóðum: Launasjóði hönnuða, launasjóði myndlistarmanna, launasjóði rithöfunda, launasjóði sviðslistafólks, launasjóði tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda.

Launasjóðirnir veita starfslaun og styrki sem hér segir:

  • launasjóður hönnuða sem svara til 50 mánaðarlauna
  • launasjóður myndlistarmanna sem svara til 435 mánaðarlauna
  • launasjóður rithöfunda sem svara til 555 mánaðarlauna
  • launasjóður sviðslistafólks sem svara til 190 mánaðarlauna
  • launasjóður tónlistarflytjenda sem svara til 180 mánaðarlauna
  • launasjóður tónskálda sem svara til 190 mánaðarlauna

Starfslaun eru veitt til 6, 9, 12, 18 eða 24 mánaða. Heimilt er að úthluta starfslaunum til skemmri tíma en hálfs árs, þó aldrei skemur en til þriggja mánaða. Einnig er heimilt að úthluta starfslaunum til lengri tíma, þó aldrei lengur en til 36 mánaða.

Hægt er að sækja um fyrir samstarfsverkefni fleiri en eins listamanns í sama sjóð eða í mismumandi sjóði. Einnig getur sami listamaður sótt um í mismunandi sjóði falli verkefnið undir fleiri en einn sjóð.