Menningarmál

Listskreytingasjóður

Listskreytingasjóður starfar á grundvelli myndlistarlaga nr. 64/2012. Hlutverk hans er að veita styrki til listaverka í opinberum byggingum sem voru fullbyggðar fyrir 1. janúar 1999 ásamt umhverfi þeirra og annarra útisvæða á forræði ríkisins og sveitarfélaga svo og til listaverka í húsnæði sem ríkið tekur á leigu til a.m.k. 10 ára. 

Markmið hans er að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra með listaverkum og stuðla þannig að listsköpun í landinu. Samkvæmt 14. gr. lagananna skal verja að minnsta kosti 1% af heildarbyggingarkostnaði opinberrar nýbyggingar til listaverka í henni og umhverfi hennar. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar stjórn listskreytingasjóðs til þriggja ára. 
Tveir fulltrúar eru samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir og formaður skipaður án tilnefningar.
  • Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í upphafi hvers árs hjá Listskreytingasjóði. 
  •  www.listskreytingasjodur.is