Menningarmál

Norræni menningarsjóðurinn (Nordisk kulturfond)


Sjóðurinn starfar á grundvelli samnings milli Norðulandanna undirrituðum 1966, með síðari breytingum 1975 og 1990.

Markmið Norræna menningarsjóðsins er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í norrænu menningarsamstarfi og stuðla að þróun menningarlífs á Norðurlöndum, nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi.

Sjóðurinn veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviði rannsókna, menntamála og menningar. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á alþjóðlegum vettvangi ef kynna á norræna menningu og menningarstefnu. Fé úr sjóðnum er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna og þurfa að jafnaði þrjú norræn ríki eða sjálfstjórnarsvæði að eiga hlut að máli.

Allar nánari upplýsingar, umsóknareyðublöð og upplýsingar um umsóknarfresti er að finna á heimasíðu sjóðsins Nordisk kulturfond.

Ath. eingöngu er hægt að sækja um á vefnum.