Menningarmál

Myndlist - Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Kynningarmiðstöðin er tengiliður íslensks myndlistarsamfélags við alþjóðlegan myndlistarvettvang. Kynningarmiðstöðin rennir stoðum undir samstarf innlendra og erlendra listamanna með það að leiðarljósi að auka hróður íslenskrar myndlistar erlendis. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur til rekstarfé til miðstöðvarinnar þar með talið að veita fé til ýmissa styrkja, sem stjórn miðstöðvarinnar veitir á grundvelli umsókna.