Menningarmál

Bókmenntasjóður

Bókmenntasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 137/2012. Hlutverk hans er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Sjóðurinn rækir hlutverk sitt með því að styrkja:

  • útgáfu frumsaminna íslenskra skáldverka;
  • útgáfu vandaðra rita sem eru til þess fallin að efla íslenska menningu;
  • útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslenska tungu.

Bókmenntasjóður tók við hlutverki Bókmenntakynningarsjóðs, Menningarsjóðs og þýðingarsjóðs. Stjórn miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutar úr bókmenntasjóði. Hún er skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra til þriggja ára í senn. Í stjórninni sitja fimm fulltrúar og eru tveir tilnefndir af Rithöfundasambandi Íslands, einn af Félagi íslenskra bókaútgefenda, einn af Hagþenki – félagi höfunda fræðirita og kennslugagna og formaður stjórnarinnar er skipaður án tilnefningar.

  • Frekari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublöð er að finna á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta: islit.is