Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarsjóður Póllands og EES/EFTA-ríkjanna

Stofnaður hefur verið menningarsjóður, sem ætlað er að auka samskipti milli Póllands og EES/EFTA – ríkjanna Íslands, Lichtenstein og Noregs. Sjóðurinn mun starfa árin 2008 til 2010 og hafa til ráðstöfunar um 400 millj. kr., sem deilast á starfstímann.

Pólland
polland

Menningarsjóðnum er ætlað er að auka samskipti milli Póllands og EES/EFTA – ríkjanna Íslands, Lichtenstein og Noregs á sviði lista og annarra menningarmála.

Í reglum sjóðsins er gert ráð fyrir að nær öll verkefni á sviði lista og menningar séu styrkhæf nema þau sem fela í sér fjárfestingar. Aðeins pólskir aðilar geta sótt um styrki en þeir verða að hafa a.m.k. einn samstarfsaðila frá EES/EFTA – ríkjunum í hverju verkefni.

Menningarsjóðurinn er hluti af framlagi þróunarsjóðs EES og norska þróunarsjóðsins til Póllands, skv. sérstökum samningi, sem gerður var milli Evrópusambandsins og EES/EFTA – ríkjanna í tengslum við stækkun sambandsins árið 2004. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins: www.fwk.mkidn.gov.pl/

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í samstarfsverkefnum geta leitað samstarfsaðila og skráð stofnun/samtök/fyrirtæki sitt á ofangreindum vef. Styrkjatímabilinu lýkur árið 2014 og nýtt hefst árið 2015.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum