Menningarmál

Myndlistarsjóður

Myndlistarsjóður starfar samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012 og úthlutunarreglum samþykktum af mennta- og menningarmálaráðherra þann 24. apríl 2013.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs. Þannig skal stuðlað að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Myndlistarráð úthlutar styrkjum út sjóðnum. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað myndlistarráð til þriggja ára.

Frekari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublöð er að finna á vef myndlistarsjóðs