Menningarmál

Hönnunarsjóður

Hönnunarsjóður starfar á grundvelli reglna settum af  mennta- og menningarmálaráðherra 13. febrúar 2013 og úthlutunarreglna samþykktum af ráðherra 9. júlí 2013.
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Einnig að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að útflutningi á íslenskri hönnun. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:

  • þróunar- og rannsóknarstyrkir,
  • verkefnastyrkir,
  • markaðs- og kynningarstyrkir og
  • ferðastyrkir.

Stjórn hönnunarsjóðs ákvarðar hlutdeild heildarfjármagns í hvern flokk hverju sinni.

Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Mat stjórnarinnar skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:

  • gæði og stöðu hugmyndar verkefnis,
  • faglegum bakgrunni umsækjenda,
  • að fjárhagsgrundvöllur verkefnisins sé fullnægjandi til lúkningar þess,
  • gildi og mikilvægi fyrir eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Ekki eru veittir styrkir til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, né til verkefna og viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Hönnunarmiðstöð Íslands annast umsýslu hönnunarsjóðs.