Menningarmál

Uppbyggingarsjóður EES

 

EFTA-ríkin – Ísland, Lichtenstein og Noregur – leggja fé í Uppbyggingarsjóð EES á grundvelli sérstaks samkomulags við Evrópusambandið. Tilgangurinn með þessum styrkjum er að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í sextán Evrópusambandsríkjum í Mið- og Suður-Evrópu og styrkja samstarf milli þeirra og EFTA-ríkjanna.

Rannís hefur umsjón með upplýsingagjöf um styrkmöguleika á sviði menningarmála. Einnig eru á  heimasíðu Norska menningarráðsins upplýsingar um styrkjakerfið og möguleika á að sækja um styrki. Sjá einnig vefsíðu utanríkisráðuneytis um Uppbyggingarsjóðinn.

 

8.12.2016