Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungt fólk 2013 - menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 5., 6. og 7. bekk

Út er komin skýrslan „Ungt fólk 2013, menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 5., 6. og 7. bekk“.

Á síðum þessarar skýrslu getur að líta niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk árið 2013 meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í
grunnskóla. Líkt og áður er athygli beint að högum og líðan barnanna; stuðningi og eftirliti foreldra, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, viðhorfum þeirra til náms og skóla og líðan í skóla. Þá er fjallað um tengsl nemenda við jafnaldra, notkun þeirra á netmiðlum og lestur bóka. Í skýrslunni í ár er einnig birtur samanburður á völdum þáttum úr rannsókninni í ár við niðurstöður rannsóknanna árin 2009 og 2011.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum