Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt á Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið birt. Úttektin var gerð af Gát sf; Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni, fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið birt. Úttektin var gerð af Gát sf; Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni, fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti

Skýrslan greinir frá niðurstöðum úttektar á starfsemi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í samræmi við fyrirmæli gildandi laga og erindisbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins til úttektaraðila, dagsett 15. október 2013. Við úttektina er jafnframt litið til aðalnámskrár framhaldsskóla, 2004 og 2011, og reglugerða eftir því sem við á.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Braga Guðmundssyni, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Trausta Þorsteinssyni, dósent við sama svið og skóla, að gera úttektina. Í erindisbréfi ráðuneytisins var verkefnið skilgreint sem „úttekt á ... dagskóla, fjarnámi, og dreifnámi, sjálfstæðu mati á þáttum sem teknir eru út, gerð tillagna um úrbætur og skýrslu um verkefnið.“ Að auki var úttektaraðilum falið að horfa sérstaklega til eftirfarandi þátta: Stjórnun og rekstur, skólanámskrár, náms og kennslu, innra mats, skólabrags og samskipta, samstarfs við foreldra og nemenda með sérþarfir. Meginkaflaskipan skýrslunnar fylgir í öllum aðalatriðum þessum fyrirmælum ráðuneytisins. Að lokinni grunnupplýsingagjöf innan hvers kafla þar sem leitast er við að draga upp mynd af viðfangsefninu kemur mat úttektaraðila og bent er á leiðir til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Stutt samantekt er fremst í skýrslunni.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum