Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölmiðlar og kosningar: Málþing um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Málþing um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga verður haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju.

Málþing um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga verður haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju, stofu 132. Það er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, og meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ.

Dagskrá:

  • Finnur Beck lögfræðingur opnar málþingið.
  • Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
  • Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur.
  • Margrét Sverrisdóttir verkefnastjóri.
  • Ólafur Stephensen ritstjóri.
  • Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður.

Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður með frummælendum ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni ritstjóra. Fundarstjóri verður Þór Jónsson blaðamaður.
Fjölmörg ríki hafa sett reglur um umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd  ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga.  Í ábendingum nefndarinnar er m.a. bent á möguleika á lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í þessum efnum,  þ.m.t. um pólítískar auglýsingar og veitingu útsendingartíma til framboða.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Henni er m.a. ætlað að fjalla um athugasemdir ÖSE um framkvæmd kosninga til Alþingis árið 2009.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Finnur Beck, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar,
  • Friðrik Þór Guðmundsson, tilnefndur af þingflokki Hreyfingarinnar,
  • Sunna Gunnars Marteinsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins,
  • Eysteinn Eyjólfsson, tilnefndur af þingflokki Samfylkingarinnar,
  • Björn Jónas Þorláksson, tilnefndur af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og
  • Svanhildur Hólm Valsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum