Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa 2013

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2013.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2013. Alls sóttu 73 aðilar um styrki til 82 verkefna. Þá bárust 4 umsóknir um samstarfssamning til lengri tíma og 4 umsóknir um rekstrarstyrki. Eftirtalin verkefni hlutu styrki:

Leikhópur

Verkefni

Upphæð kr.

Aldrei óstelandi Lúkas 6600000
Asikli Hoyuk Scape og Grace 1900000
Auðlind Róðarí 3000000
Barnamenningarfélagið Skýjaborg Fetta Bretta 1200000
Brúðuheimar Aladín og töfralampinn 4700000
CommonNonsense Dagbók jazzsöngvarans 5800000
GRAL - Grindvíska atvinnuleikhúsið Eiðurinn og eitthvað 6800000
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan Antiklímax 4000000
Kviss búmm bang Við hin 5500000
Lab Loki Stóru börnin 7800000
Leikhópurinn Bláskjár Bláskjár 5800000
Málamyndahópurinn Fyrirgefningin 2600000
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir Skrattinn úr sauðaleggnum 3400000
Nordpaa/Norður Fantastar 9000000
Sokkabandið Kyrrð 7900000
Valgerður Rúnarsdóttir og Urður Hákonardóttir (Ó)raunvera 4200000
VaVaVoom Wide Slumber 8000000
Á fjárlögum 2013 eru 89,8 milljónir króna á fjárlagaliðnum „Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa“ en voru á síðasta ári 71,2 milljónir króna. Hækkunin stafar af framlagi frá fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Sveinbjörg Þórhallsdóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hilmar Jónsson tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.

Reykjavík 7. febrúar 2013

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum