Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýsing um tilhögun styrkveitinga til ýmissa lista- og menningarmála

Menntamálaráðuneyti veitir styrki sem það ráðstafar á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði menningarmála, þ.m.t. íþrótta-og æskulýðsmála.

Menntamálaráðuneyti veitir styrki sem það ráðstafar á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði menningarmála, þ.m.t. íþrótta-og æskulýðsmála. Um er að ræða fé á fjárlagaliðum 02-919 1.98 Söfn, ýmis framlög menntamálaráðuneytis, 02-983 1.10 Fræðistörf, 02-984 1.10 Norræn samvinna og 02-999 1.98 Ýmis framlög menntamálaráðuneytis. Umsóknir verði afgreiddar í apríl, júní, ágúst, október og desember og er þá miðað við þær sem fyrirliggjandi eru við upphaf þessara mánaða.

Styrkir eru veittir til verkefna á sviði menningarmála sem falla ekki undir aðra sjóði eða fjárveitingar á vegum ríkisins. Í þeim tilvikum verður umsækjendum gerð grein fyrir því og umsókn vísað til viðkomandi aðila.

Umsóknir skulu gerðar á umsóknareyðublöðum sem fást á vef menntamálaráðuneytis eða í afgreiðslu þess að Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsókn skal m.a. innihalda upplýsingar um umsækjanda og aðra er að verkefninu koma, lýsingu á verkefninu og markmiðum þess, verk- og tímaáætlun, fjárhagsáætlun og upplýsingar um aðra styrki sem verkefnið hefur hlotið eða sótt hefur verið um. Ekki verða veittir styrkir til viðburða eða verkefna sem þegar hafa átt sér stað. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk frá menntamálaráðuneyti er ný umsókn hans að jafnaði einungis tekin til umfjöllunar hafi hann skilað fullnægjandi greinargerð vegna eldri verkefna. Eyðublöð fyrir greinargerðir er að finna á vef ráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum