Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til háskólanáms á Ítalíu og til sumarnámskeiðs í Litháen

Ítölsk stjórnvöld munu væntanlega bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 2006-2007.

Ítölsk stjórnvöld munu væntanlega bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 2006-2007. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla (að loknu grunnnámi). Einnig kemur til greina að veita styrk til að sækja þriggja mánaða námskeið í ítölsku við háskólann í Siena eða Perugia. Umsækjendur skulu vera yngri en 38 ára. Styrkfjárhæðin nemur um 620 evrum á mánuði. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást í menntamálaráðuneyti.

Litháisk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum námsmanni, háskólakennara eða fræðimanni, til að sækja sumarnámskeið í tungu og menningu Litháa sumarið 2006. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á vefjum eftirgreindra háskóla: Klaipeda University: www.ku.lt, Vilnius University: www.trs.cr.vu.lt/sc, www.vu.lt og Vytautas Magnus University: www.vdu.lt/LTcourses

Umsóknareyðublöð eru fáanleg í menntamálaráðuneytinu og á vefslóðinni: www.mokslas.lt

Umsóknarfrestur um styrkina er til 20. mars 2006.

Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum