Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýsing um styrki til útgáfu á þýðingum erlendra bókmennta

Umsóknarfrestur rennur út 10. mars 2007.

Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 með síðari breytingu um Þýðingarsjóð er hlutverk sjóðsins að veita útgefendum fjárstuðning til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli, jafnt skáldverka sem viðurkenndra fræðirita. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna.

Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:

1. Verkið sé þýtt úr frummáli ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
 3.  Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum.
 4.  Eðlileg dreifing sé tryggð.
 5.  Útgáfudagur sé ákveðinn.

Fjárveiting til Þýðingarsjóðs í fjárlögum 2007 nemur 12,5 milljónum króna.
Eyðublað fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.

Umsóknarfrestur rennur út 10. mars 2007.

Stjórn Þýðingarsjóðs 9. febrúar 2007

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum