Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námsorlof framhaldsskólakennara árið 2008-2009

Umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2008-2009 þurfa að berast menntamálaráðuneytinu eigi síðar en 1. október næstkomandi.

Umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2008-2009 þurfa að berast menntamálaráðuneytinu eigi síðar en 1. október næstkomandi. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla.

Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um námsorlof skulu vera á rafrænu formi.

Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins, http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/.

Aðgangur er gefinn á kennitölu og er lykilorð sent í tölvupósti til viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.

Eyðublöð má finna á umsóknavef ráðuneytisins. Þar eru tvö eyðublöð; fyrir námsorlof kennara og stjórnendur framhaldsskóla og fyrir umsókn skólameistara um námsorlof kennara.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum