Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungt fólk 2007 grunnskólanemar

Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, miðvikudaginn 14. nóvember 2007

Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, miðvikudaginn 14. nóvember 2007, þar sem starfsfólk Rannsóknar & greiningar, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti Kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar & greiningar, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar ?Ungt fólk 2007 grunnskólanemar? er viðkemur líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunnskólum landsins í lok febrúar 2007.

Kynningarfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2007 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík og hefst hann kl. 13:15. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Fundarmenn fá tækifæri til að bera fram spurningar um niðurstöður úr rannsókninni að kynningu lokinni.

Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið: [email protected]



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum