Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn

Árið 2009 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum annars vegar ferðastyrkir og hins vegar styrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum og norrænum verkefnum.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn var stofnaður 1995 í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. Þjóðargjöf þessi var peningagjöf að upphæð 3 milljóna sænskra króna og skyldi varið til menningarskipta þjóðanna.

Samkvæmt stofnskrá er fé veitt úr sjóðnum til samstarfs á breiðum grundvelli; til vísinda, félagsstarfs, kennslumála og fleira en þó einkum til menningarmála. Ekki má snerta höfuðstól en veitingar úr sjóðnum byggja á árlegum arði. Fé er veitt til einstakra verkefna, ekki síst ferðastyrkir sem stuðla að gagnkvæmum kynnum og samvinnu. Jafnframt hefur sjóðurinn lagt fram fé til annarra verkefna eins og orðabókagerðar, til sænskukennslu á Íslandi, styrkt Íslands daga í Svíþjóð, auk þess stóð sjóðurinn fyrir sænskri menningarviku í Reykjavík haustið 2003 og loks hafa verið veitt nokkur Sænsk-íslensk menningarverðlaun á síðustu árum.

Sjóðsstjórn skipa 6 manns, þrír frá hvoru landi og skiptast löndin á um að hafa á hendi formennsku.

Úr sjóðnum er veitt einu sinni á ári, venjulega í mars eða apríl og er jafnan auglýst eftir umsóknum í desembermánuði en umsóknarfrestur er 1. febrúar ár hvert. Starfsmaður sjóðsins er Elfa Ýr Gylfadóttir og veitir frekari upplýsingar um sjóðinn í tölvupósti: elfa.gylfadó[email protected].

Athygli er vakin á að nú er eingöngu hægt að sækja um á sérstökum vefeyðublöðum sem er að finna á vefslóðinni www.nordiskafonder.se

Árið 2010 hefur Svíþjóð veitt aukaframlag til sjóðsins sem verður úthlutað síðar á árinu, umsóknarfrestur verður 1. september og verður fyrirkomulag styrkja nánar auglýst í júní eða júlí 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum