Hoppa yfir valmynd
12. júní 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Embætti þjóðleikhússtjóra er laust til umsóknar, sbr. 6. gr. leiklistarlaga, nr. 138/1998. Þjóðleikhússtjóri er forstöðumaður Þjóðleikhússins og stjórnandi þess.
Þjóðleikhúsið
Tjodleikhusid

Embætti þjóðleikhússtjóra er laust til umsóknar, sbr. 6. gr. leiklistarlaga, nr. 138/1998. Þjóðleikhússtjóri er forstöðumaður Þjóðleikhússins og stjórnandi þess. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleikhúsráð, stýrir leikhúsinu samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á listrænum og fjárhagslegum rekstri þess. Um frekara hlutverk þjóðleikhússtjóra og starfsemi Þjóðleikhússins vísast nánar til ákvæða leiklistarlaga.

Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa.

Um laun þjóðleikhússtjóra fer eftir ákvörðun kjararáðs samkvæmt lögum um kjararáð nr. 47/2006, með síðari breytingum, sbr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16, föstudaginn 26. júní nk. Í umsókn skal jafnframt greint frá hugmyndum umsækjanda um framtíðarsýn hans á starfsemi Þjóðleikhússins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum