Hoppa yfir valmynd
8. mars 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms á Ítalíu

Ítölsk stjórnvöld bjóða íslenskum nemendum að sækja um styrk til námsdvalar á Ítalíu næsta skólaár, 2010-2011.
Ítalski fáninn
Italski_faninn

Ítölsk stjórnvöld bjóða íslenskum nemendum að sækja um styrk til námsdvalar á Ítalíu næsta skólaár, 2010-2011.
Styrkirnir eru ætlaðir til náms í 3, 6, 9 eða 12 mánuði við ítalskan háskóla eða sambærilega stofnun.
Umsækjendur geta verið í grunn- eða framhaldsnámi, einnig geta ítölskukennarar sem vilja sækja styttri tungumála- eða menningarnámskeið sótt um styrk.
Góð þekking á ítölsku er skilyrði.
Umsækjendur þurfa að vera 35 ára eða yngri, fyrir utan kennara.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum