Hoppa yfir valmynd
25. júní 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynnisferð um Japan fyrir ungmenni 2010

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga (tíu nætur og ellefu daga) kynnisferð til Japans í nóvember 2010.

Japanski fáninn
Japanski_faninn

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga (tíu nætur og ellefu daga) kynnisferð til Japans í nóvember 2010. Áhugasamir, kynni sér skilyrðin að neðan og skili inn stuttri ritgerð sem nemur einni A4 blaðsíðu um efnið “Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?” Ritgerðinni, ásamt ferilskrá og stuttu bréfi um þátttakanda, skal svo skilað til Sendiráðs Japans á Íslandi, ekki síðar en miðvikudaginn 28. júlí, 2010. Ritgerðin skal skrifuð á ensku.

Þeir þátttakendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal hjá Sendiráði Japans í byrjun ágúst. Lokaákvörðun um vinningshafa verður tekin af Utanríkisráðuneyti Japans.

Vinningshöfum, sem munu verða valdir frá yfir 30 Evrópulöndum, verður boðið í kynnisferð um Japan, þar sem þeir munu fá að kynnast ýmsum hliðum á japönsku þjóðfélagi, s.s. menningu, stjórnmálum, félags- og efnahagsmálum, í gegnum fyrirlestra og heimsóknir á valda staði. Þátttakendur koma einnig til með að fá að skiptast á skoðunum við japanska jafnaldra sína og upplifa daglegt líf með dvöl á japönsku heimili.

Utanríkisráðuneyti Japans kemur til með að skipuleggja ferðina, sem felur í sér víðtækar ferðir um Japan, og leggur til flugfargjöld, dvalarkostnað og ákveðinn kostnað í tengslum við uppákomur.

Þátttökuskilyrði:

  • Íslenskur ríkisborgari á aldrinum 25-35 ára, frá og með 1. júní 2010.
  • Góð færni í ensku og hæfileikar til samskipta.
  • Að hafa aldrei komið til Japans áður og ekki hafa nein fastmótuð áform um að vera á leiðinni þangað í náinni framtíð.
  • Félagslyndi, sveigjanleiki og vilji til þátttöku í því hópstarfi sem mun einkenna ferðina.
  • Að vera ekki handhafi japansks vegabréfs.
  • Vinsamlegast athugið að umsækjendur sem teljast vera námsmenn, koma ekki til greina.

Frekari upplýsingar eru veittar í Sendiráði Japans,

Sendiráð Japans á Íslandi

  • Laugavegi 182, 105 Reykjavík
  • Sími: 510 8600 / Fax : 510 8605
  • Tölvupóstur: [email protected]




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum