Hoppa yfir valmynd
12. október 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norrænt tungumálaverkefni - Átak til að efla norræna málvitund og málskilning barna og ungmenna

Norræna ráðherranefndin stendur nú fyrir heilsársverkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne).

Norrænt tungumálaverkefni
Norraent-tungumalaverkefni

Norræna ráðherranefndin stendur nú fyrir heilsársverkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne). Íslendingar taka þátt í þessu verkefni sem snýr einkum að börnum og ungmennum og er ætlað að auka áhuga þeirra á dönsku, norsku og sænsku og skilning á þessum málum. Með þessu er ætlunin að styðja við yfirlýsingu um norræna málstefnu frá 2006. Megináhersla verður lögð á að skapa og styðja við verkefni þar sem beita þarf dönsku, norsku og sænsku í gegnum nýja miðla og samskiptaform sem höfða til barna og ungmenna. Verkefnin eiga að ýta undir gildi norræns samstarfs.

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið augýsir eftir umsóknum um styrki til að hrinda verkefnum í framkvæmd hér á landi sem hafa það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning barna og ungmenna. Styrkirnir eru einkum ætlaðir skólum, stofnunum og félagasamtökum sem vinna með börnum og ungmennum að menntun, menningu og æskulýðsstarfi.

Nánari upplýsingar eru á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis og hjá tengilið verkefnisins Ernu Árnadóttur í ráðuneytinu, í síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected]

Umsóknarfrestur er til  5. nóvember 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum