Hoppa yfir valmynd
1. mars 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla


Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir heilsdags málþingi 5. mars 2013 á Grand Hótel Reykjavík með þátttöku margra hagsmunaaðila.


Á málþinginu verður sjónum beint að skólagöngu nemenda með sérþarfir og umræðu um stefnu um skóla án aðgreiningar sem fylgt hefur verið hér á landi mörg undanfarin ár. Stefnan er m.a. lögfest í lögum um leik- og grunnskóla og útfærð í reglugerðum og aðalnámskrám allra skólastiga. Með málþinginu er ætlunin að fara yfir framkvæmd stefnunnar, innleiðingu reglugerða og ræða um helstu álitamál, áskoranir og tækifæri, m.a. um val foreldra á sérfræðiþjónustu og stoðkerfi skóla.

 

  • Fyrir þá sem ekki hafa tök á að sækja málþingið er bent á að hægt verður að fylgjast með framsögum og umræðum í beinni útsendingu á vef ráðuneytisins.

  • Þar verður einnig hægt að nálgast upptöku af málþinginu og framsöguerindi. Slóð er væntanleg.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum