Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu

Til umsóknar er doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu.  EMBLbýður upp á doktorsnám í sameindalíffræði, lífupplýsingum og skyldum greinum og geta Íslendingar sótt um námsdvöl við stofnunina.

Til umsóknar er doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu.  EMBL býður upp á doktorsnám í sameindalíffræði, lífupplýsingum og skyldum greinum og geta Íslendingar sótt um námsdvöl við stofnunina.  Nemendur sem teknir eru inn í námið fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur og er öll aðstaða til fyrirmyndar, m.a. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og leikskóli á staðnum.  Stofnunin er í fremstu röð á sínu sviði.  Þeir sem lokið hafa eins til tveggja ára rannsóknatengdu framhaldsnámi (MS eða fjórða árs verkefni) að loknu BS prófi í sameindalíffræði eða skyldum greinum eða í verk-, stærð- og tölvunarfræði, eru hvattir til að kynna sér tilhögun doktorsnáms við EMBL og senda inn umsókn.

  • Umsóknarfrestur er til 18. nóvember en skrá þarf umsóknina fyrir 11. nóvember.  Allar upplýsingar um námið er að finna á vef EMBL.  
  • Einungis er tekið við umsóknum á netinu.  Frekari fyrirspurnir má senda til [email protected].  Einnig má hafa samband við Katrínu Valgeirsdóttur ([email protected]) eða Eirík Steingrímsson ([email protected]).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum