Hoppa yfir valmynd
24. maí 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr Menningarsjóði Íslands og Finnlands 2004

Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands kom saman til fundar á Hanaholmen í Finnlandi þann 3. maí sl. til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir síðari hluta ársins 2004 og fyrri hluta árs 2005.

Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands kom saman til fundar á Hanaholmen í Finnlandi þann 3. maí sl. til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir síðari hluta ársins 2004 og fyrri hluta árs 2005. Alls bárust 108 umsóknir, þar af 25 frá Íslandi og 83 frá Finnlandi. Úthlutað var 26.000 evrum eða jafngildi tælega 2.3 milljónum króna og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér segir:

Almennir menningarstyrkir

Til félagastarfsemi:

Finnsk heildarsamtök sjónskertra, ferðastyrkur 1.500 evrur til fimm ungmenna vegna samstarfs við íslensk sjónskert ungmenni.

Suomi-félagið, styrkur 1.200 evrur til að bjóða finnskum tónlistarmanni og rithöfundi á árshátíð félagsins.

Til rannsókna á sviði félags-, menningar- og efnahagsmála:

Johanna Laitinen, ritstjórnarfulltrúi, ferðastyrkur 1.400 evrur til að tveir fulltrúar geti kynnt sér íslensk námsmannablöð.

Sainio Mervi, leikstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að kynna sér íslenskt leikhús og bókmenntir.

Til skólabúða:

Föglö gunnskóli, 7. bekkur, ferðastyrkur 1.500 evrur vegna skólabúðadvalar í Reykjavík.

Tungumál, bókmenntir og útgáfur:

Hildur Jónsdóttir, námsmaður, ferðastyrkur 700 evrur til að sækja sumarnámskeið í finnsku við Helsingforsháskóla.

Seija Holopainen, aðstoðarmaður, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands til að kynna sér áhrif ensku á íslenskt mál.

Anna Koskinen, námsmaður, 700 evrur til að þýða barnabókina „Marta smarta" eftir Gerði Kristnýju á finnsku.

Jarkko Laine, rithöfundur, 700 evrur til að halda áfram finnskum þýðingum á ljóðum Sigurðar Pálssonar.

Sigurður Karlsson, leikari, ferðastyrkur 700 evrur til að halda áfram finnskunámi við Åboháskóla.

Anna Einarsdóttir, bóksali, ferðastyrkur 1.400 evrur vegna þátttöku tveggja fulltrúa í íslenska básnum á bókamessunni í Helsingfors haustið 2004.

Bryndís Gunnarsdóttir, kennari, ferðastyrkur 700 evrur til að safna efni í Vasa í létta lestrarbók.

Like Kustannus Oy, ferðastyrkur 700 evrur til að bjóða rithöfundinum Sjón til Helsingfors.

Anna-Lena Laurén og Karl Vilhjálmsson, ferðastyrkur 1.200 evrur til að fara til Íslands í efnisöflun fyrir greinaskrif.

Magnus Östman, ritstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands í efnisöflun fyrir greinaskrif.

Vísindi:

Njörður Sigurjónsson, vísindamaður, ferðastyrkur 700 evrur til að heimsækja hljómsveit Helsingforsborgar og sinfóníuhljómsveitina í Lahti vegna rannsóknaverkefnis.

Tónlist og dans:

Gunnhildur Daðadóttir, tónlistarnemi, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í sumarnámskeiði í kammertónlist í Kuhmo.

Jan Lehtola, organisti, ferðastyrkur 700 evrur til að fara í tónleikaferð til Íslands ásamt hornleikaranum Petri Komulainen.

Oumuska ry, 700 evrur til að bjóða sellóleikaranum Bryndísi Höllu Gylfadótur Gylfadóttur til Oulunsalo.

Tónlistarhátíðin í Korsholm, 700 evrur til að bjóða fiðluleikaranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur á hátíðina.

Tuulia Ylönen, klarínettuleikari, ferðastyrkur 700 evrur til að fara í tónleikaferð til Reykjavíkur með píanóleikaranum Kristiina Junttu.

Ismo-Pekka Heikinheimo, danshöfundur, ferðastyrkur 1.400 evrur fyrir fjóra þátttakendur í dansverkinu „ManWoMan".

Jonna Huttunen, danshöfundur, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands til að kynna sér Íslenska dansflokkinn og halda gestafyrirlestur um nútímadans í Kramhúsinu.

Leikhús og kvikmyndir:

Leiklistarháskólinn í Helsingfors, ferðastyrkur 700 evrur til að bjóða leikstjóranum Agli Pálssyni að taka þátt í námskeiðinu „Norden möter Europa"

Kvikmyndaklúbburinn Walhalla, 1.000 evrur til að sýna íslenskar kvikmyndir víða í Finnlandi vorið 2005.

Sjónlist:

Bjargey Ólafsdóttir, listamaður, ferðastyrkur 700 evrur vegna dvalar í gestavinnustofu Nifca á Sveaborg.

Pekka Elomaa, ljósmyndari, 700 evrur vegna lokasýningar á íslenskum ljósmyndum í Helsingfors.

Jaana Partanen, listamaður, ferðastyrkur 700 evrur vegna myndbandasýningarinnar „Crystal City" í Hafnarfirði.

Sólveig Sveinbjörnsdóttir, listamaður, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í sýningunni „Con/struct" í Garðabæ með verkið „The Cloud Chair".

Senja Vellonen, listamaður, ferðastyrkur 700 evrur vegna dvalar í gestavinnustofu Skaftfells á Seyðisfirði.

Menningarsjóður Íslands og Finnlands og Bókmenntakynningarstofa Finnlands munu standa sameiginlega að málstofu fyrir íslenska og finnska þýðendur, útgefendur og rithöfunda á Hanaholmen menningarmiðstöðinni árið 2004. Framlag menningarsjóðsins er 7.500 evrur. Málstofan er jafnframt haldin í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins.

Stjórn sjóðsins skipa Tuulikka Karjalainen, forstöðumaður, Matti Rahkonen, prófessor, Guðný Helgadóttir, deildarstjóri, og Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt. Varamenn eru Maria-Liisa Nevala, forstjóri, og Þórunn Bragadóttir deildarstjóri.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum