Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslensku fyrirtæki veitt verðlaun á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Túnis

Íslensku fyrirtæki, 3-plus, verða veitt verðlaun í nýmiðlunarsamkeppni Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í tengslum við leiðtogafund um upplýsingasamfélagið sem nú stendur yfir í Túnis.

Íslensku fyrirtæki, 3-plus, verða veitt verðlaun í nýmiðlunarsamkeppni Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í tengslum við leiðtogafund um upplýsingasamfélagið sem nú stendur yfir í Túnis. Efnt var til samkeppni um allan heim um bestu nýtingu upplýsingatækni í átta mismunandi flokkum. Hér á landi fór fram landskeppni í vor og voru átta íslensk verkefni send utan í alþjóðlega keppni. Þar voru fimm verkefni valin í hverjum flokki og varð DVD-Kids frá 3-plus fyrir valinu í flokki um afþreyingu. DVD-Kids er leiktæki sem er sérhannað fyrir börn, bæði til skemmtunar og þroska. Gunnlaugur Ragnarsson, fjármálastjóri 3-plus, mun veita verðlaununum viðtöku á sérstakri verðlaunahátíð sem sjónvarpað verður beint víða um heim, 16. nóvember. Fyrirtækið verður þar í hópi margra fremstu aðila á sviði upplýsingatækni í heiminum en þess má geta að DVD-Kids var eina verkefnið frá Norðurlöndunum sem hlaut verðlaun í keppninni.

Upplýsingar um keppnina er að finna á vefnum www.wsa.org.

Vef 3-plus er að finna á slóðinni www.3-plus.com.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum