Hoppa yfir valmynd
1. desember 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun viljayfirlýsingar um nám í listdansi á framhaldsskólastigi.

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi.

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi.

Dansmennt ehf. er hlutafélag sem hefur það að markmiði að starfrækja listdansskóla fyrir alla aldurshópa og á öllum námsstigum. Skólinn tekur til starfa sumarið 2006 og mun bjóða upp á nám samkvæmt gildandi námskrá skólaárið 2006-2007. Dansmennt ehf. mun starfrækja skólann í núverandi húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi og hefur gert um það samkomulag við eiganda húsnæðisins. Að félaginu standa starfsmenn við Listdansskóla Íslands. Dansmennt ehf. hyggst bjóða kennurum við Listdansskóla Íslands störf við skólann eftir því sem rekstrarlegar forsendur leyfa.

Menntaskólinn við Hamrahlíð mun frá upphafi skólaárs 2006-2007 bjóða nám á listnámsbraut þar sem hægt verður að stunda listdansnám á sérstöku kjörsviði til stúdentsprófs. Menntaskólinn mun gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi skóla á sviði listdansnáms um að þeir annist kennslu nemenda samkvæmt námskrá. Einnig mun menntamálaráðuneytið beita sér fyrir því að aðrir skólar á framhaldsskólastigi geti boðið áfanga í listdansi í vali og er það stefna ráðuneytisins að þeir skólar, sem það gera, muni gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi skóla um kennslu samkvæmt námskrá.

Þá hefur menntamálaráðuneytið birt á vef sínum drög að námskrá í listdansi á framhaldsskólastigi sem gert er ráð fyrir að ráðherra staðfesti þegar frestur til að gera athugasemdir við hana rennur út í janúar nk.

Menntamálaráðuneytið mun gera sérstakan samning til þriggja ára við Dansmennt ehf. um námsframboð til að tryggja að námsframvindu þeirra sem nú stunda nám við Listdansskóla Íslands verði ekki raskað og að boðið verði upp á nám við hæfi fyrir nemendur skólans á framhaldsskólastigi.

Þeir aðilar sem að viljayfirlýsingunni stóðu hyggjast vinna saman ásamt foreldrum barna sem leggja stund á listnám, sem og öðrum þeim sem vilja tryggja að í boði sé metnaðarfullt nám í listdansi og sinna uppbyggingu þess af kostgæfni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum