Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um fjölmiðla 22.02.2006 kl. 13-16 í Þjóðminjasafni Íslands

Í tilefni þess að verið er að vinna lagafrumvarp upp úr tillögum nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla.

Í tilefni þess að verið er að vinna lagafrumvarp upp úr tillögum nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla verður haldið málþing miðvikudaginn 22. febrúar á vegum menntamálaráðuneytis og Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands. Málþingið verður í Þjóðminjasafni Íslands milli kl. 13.00 – 16.00.

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

13.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur opnunarávarp

13.15 Sigve Gramstad, fyrrverandi forstjóri Mediatilsynet, fjallar um fjölmiðlalögin í Noregi og ber saman við íslenskar aðstæður

13.45 Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur, skoðar hvernig hægt sé að stofna nýjan fjölmiðil á Íslandi í dag

14.15 – 14.30 Kaffihlé

14.30 Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um íslenska fjölmiðla og tillögur nefndar menntamálaráðherra frá því í apríl 2005

15.00 Þorbjörn Broddason stýrir panelumræðum. Í panel sitja Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Magnús Ragnarsson, forstjóri Skjás Eins, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Ari Edwald, forstjóri 365.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum