Hoppa yfir valmynd
8. maí 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla 2006

Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 13 milljónir króna til 31 verkefnis, en samtals voru umsóknir að þessu sinni 54. Hjallastefnan fær hæsta styrkinn að þessu sinni, eina millj. kr. til þróunar kynjanámskrár Hjallastefnunnar, en Álftanesskóli fær næst hæsta styrkinn, 700 þús. kr. til þróunar lýðræðislegra vinnubragða með aðferðum uppeldis til ábyrgðar.

Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2006-2007. Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 13 milljónir króna til 31 verkefnis, en samtals voru umsóknir að þessu sinni 54. Hjallastefnan fær hæsta styrkinn að þessu sinni, eina millj. kr. til þróunar kynjanámskrár Hjallastefnunnar, en Álftanesskóli fær næst hæsta styrkinn, 700 þús. kr. til þróunar lýðræðislegra vinnubragða með aðferðum uppeldis til ábyrgðar.

Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar, tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum, námsgögnum og mati í grunnskólum. Í janúar 2006 var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á þremur forgangssviðum: A. Lýðræði í skólastarfi, B. Að læra að læra, vinnubrögð og verklag í námi, C. Jafnréttisfræðsla í skólastarfi. Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.

Fimm manna ráðgjafarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, samtökum kennara og skólastjóra og menntamálaráðuneyti.

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nýtt forgangssvið Þróunarsjóðs grunnskóla árið 2007 verði Heildarskipulag kennsluhátta og samfella milli skólastiga. Auglýst verður eftir umsóknum í byrjun janúar 2007. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands annast umsýslu Þróunarsjóðs grunnskóla skv. samningi við menntamálaráðuneyti. Vísað er á vef stofnunarinnar um frekari upplýsingar. rannsokn.khi.is

Eftirtalin verkefni hafa fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2006 - 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum