Hoppa yfir valmynd
14. september 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verndum þau - gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum og unglingum

Menntamálaráðuneyti og Félag fagfólks í frítímaþjónustu standa fyrir námskeiðum næstu mánuði um það hvernig bregðast á við vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðin eru byggð á efni bókarinnar, Verndum þau. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Verndum þau
Verndum þau

Menntamálaráðuneyti og Félag fagfólks í frítímaþjónustu standa fyrir námskeiðum næstu mánuði um það hvernig bregðast á við vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðin eru byggð á efni bókarinnar, Verndum þau. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Kynningarfundur var haldinn þriðjudaginn 12. september í félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kynnti námskeiðin og setti þau formlega af stað. Þorgerður Katrín fjallaði um mikilvægi þess að þeir sem vinni með börnum og unglingum þekki einkenni, afleiðingar og viðbrögð við ofbeldi í hvaða formi sem það birtist. Jafnframt þakkaði hún Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, höfundum bókarinnar og verðandi námskeiðsstjórum fyrir gott samstarf.

Steingerður Kristjánsdóttir, formaður Félags fagfólks í frítímaþjónustu, fagnaði frumkvæði menntamálaráðherra og þakkaði höfundum bókarinnar gott starf. Tilgangur hennar félagsmanna sé m.a. að leggja áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu og vera leiðandi í faglegri umræðu sem tengist börnum og unglingum og þetta verkefni væri liður í því.

Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, höfundar bókarinnar Verndum þau áréttuðu mikilvægi þess að þeir sem ynnu með börnum og unglingum kynnu að bregðast við ef grunsemdir vakna um ofbeldi. Því meiri þekkingu sem starfsfólk hefði því fyrr sé unnt að stöðva ofbeldi gegn börnum í hvaða mynd sem það er.

Í þessari lotu verða haldin tuttugu og fjögur námskeið víðs vegar um landið og verður fyrsta námskeiðið haldið í Árborg október.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum