Hoppa yfir valmynd
9. október 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðningur við lesblinda við töku samræmdra prófa

Að gefnu tilefni og vegna umræðu um stöðu lesblindra barna við töku samræmdra prófa vill menntamálaráðuneyti ítreka eftirfarandi:

Að gefnu tilefni og vegna umræðu um stöðu lesblindra barna við töku samræmdra prófa vill menntamálaráðuneyti ítreka eftirfarandi:

Samkvæmt 6. grein reglugerðar nr. 415/2000 um fyrirkomulag samræmdra prófa í grunnskólum er
heimilt að veita nemendum frávik frá almennum reglum um fyrirlögn samræmdra prófa.
Helstu frávik eru eftirfarandi:

1) Að nemandinn fái lengri próftíma, allt að 40 mín. (20 mín. í hvorum prófhluta).

2) Að nemendur fái að leysa ritunarhátt íslenskuprófsins í tölvu.

3) Nemandi sem hefur annað móðurmál en íslensku getur farið fram á að fyrirmæli prófanna verði
útskýrð fyrir honum.

4) Fyrir nemendur með lestrarörðugleika (dyslexíu) og þá sem eiga í miklum erfiðleikum með
lestur af öðrum ástæðum er boðið upp á geisladisk. Þá er lesinn upp sá hluti prófanna sem ekki
prófar lesskilning. Stærðfræðiprófið er lesið í heild sinni og sá hluti íslenskuprófsins sem ekki
prófar lesskilning. Engin frávik eru í stafsetningu eða hlustun.

5) Nemendur sem eiga í mjög miklum erfiðleikum með ritun er gefinn kostur á því að skila
ritunarþáttum á snældu. Ritunin sætir sama mati og hjá öðrum nema hvað nemandinn fær ekki
stig fyrir stafsetningu, skrift eða frágang, ef gefið er fyrir slíkt samkvæmt matsreglum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum