Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar.

Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar eigi færri en 4 leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að stefnt skuli að því að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50% en það er nú 40%.
Stefnt er að því að leggja áherslu á barna- og fjölskyldumyndir í fullri lengd með væntingar um að myndir í þeim flokki verði framleiddar annað hvert ár að minnsta kosti.

Samningsaðilar eru sammála um að miða við að meðalframleiðslukostnaður kvikmynda verði í lok samningstímans 210 milljónir króna. Heildarframlag til framleiðslustyrkja kvikmynda verði því 420 milljónir króna árið 2010.

Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir áframhaldandi stuðningi við gerð heimildarmynda og stuttmynda og að í lok samningstímans verði 125 milljónum króna varið árlega til framleiðslustyrkja vegna slíkra verkefna.

Í samkomulaginu er lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og er gert ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum króna varið árlega til slíkra verkefna.

Við úthlutun úr Sjónvarpssjóði er stefnt að því að leggja áherslu á barna- og fjölskylduefni.

Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum