Hoppa yfir valmynd
8. desember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræna nútímalistasýningin Dreamlands Burn í Búdapest, Ungverjalandi 7. desember 2006 - 28. febrúar 2007

Norræna nútímalistasýningin Dreamlands Burn opnar í listasafninu Mucsarnok í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, 7. desember.

Norræna nútímalistasýningin Dreamlands Burn opnar í listasafninu Mucsarnok í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, 7. desember. Sýningin stendur til 28. febrúar 2007. Um 30 norrænir listamenn eiga verk á sýningunni. Á meðal þeirra eru íslensku listamennirnir Finnbogi Pétursson, Ragnar Kjartansson og Steingrímur Eyfjörð. Þetta er stærsta og metnaðarfyllsta norræna listfrumkvæðið á svæðinu í heila öld. Vetrarsýning, sem haldin var í Mucsarnok árið 1906 markaði upphaf norrænnar listar í Ungverjalandi en þar gafst listamönnum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð færi á að kynna verk sín.

Með tilvísun í sýninguna 1906 er sjónum nú beint að norrænni samtímamyndlist undangenginn einn og hálfan áratug. Norræn sjónlist hefur hlotið mikla athygli síðastliðin 15 ár og hafa fjöldamargar sýningar verið haldnar í virtum nútímalistastofnunum í Vestur Evrópu en hingað til hafa hliðstæðar sýningar norrænna listamanna ekki verið haldnar í Mið- og Austur Evrópu.

Hliðarviðburðir sýningarinnar eru fjölmargir s.s. kvikmyndir, fyrirlestrar, umræður og tónleikar.

Dreamlands Burn er styrkt af norrænu sendiráðunum fimm, Norrænu ráðherranefndinni, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna ásamt ýmsum einkafyrirtækjum.

Nánari upplýsingar má nálgast hér: http://www.mucsarnok.hu/



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum