Hoppa yfir valmynd
3. september 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðurkenning háskóla á Íslandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun í dag mánudaginn 3. september afhenda viðurkenningar til háskóla í fyrsta skipti í sögu íslenska háskólakerfisins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun í dag mánudaginn 3. september afhenda viðurkenningar til háskóla í fyrsta skipti í sögu íslenska háskólakerfisins. Afhentar verða viðurkenningar á fræðasviðum verk- og tæknivísinda, náttúruvísinda, hugvísinda og lista. Athöfnin fer fram í Listasafni Íslands, sal 4, kl. 15.

Fulltrúum fjölmiðla er velkomið að vera við athöfnina en að henni lokinni gefst tækifæri til viðtala við menntamálaráðherra og rektora háskólanna.

Samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006 þurfa starfandi háskólar að hafa öðlast viðurkenningu á starfsemi sinni innan tveggja ára frá gildistöku laganna. Viðurkenning menntamálaráðherra byggir á reglum nr. 1067/2006 þar sem koma fram ítarlegri útfærslur á þeim skilyrðum sem birtast í lögunum. Þar eru sett fram skilyrði um fjárhagslegt sjálfstæði háskólanna, hæfi starfsfólks, um inntak og framkvæmd náms og uppbyggingu prófgráða sem og almenna og sértæka aðstöðu til rannsókna og kennslu í ljósi aðþjóðlegra staðla og samþykkta. Markmiðið er að tryggja gæði íslenskra háskóla á alþjóðavísu og þar með samkeppnishæfni íslensku þjóðarinnar í þekkingarheiminum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum