Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðurkenning háskóla á Íslandi

Klukkan 15:00 í dag verður haldin athöfn í Bókasal Þjóðmenningarhússins þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun gera niðurstöður viðurkenningarferlisins opinberar.

Ný rammalög um háskóla tóku gildi 1. júlí 2006. Í ákvæði til bráðabirgða var gert ráð fyrir að innan tveggja ára frá gildistöku laganna ættu allir háskólar, hvor heldur sem þeir störfuðu skv. starfsleyfi eða sérlögum, að hafa öðlast viðurkenningu á þeim fræðasviðum sem starfsemi þeirra tæki til. Menntamálaráðuneytið hefur því sl. tvö ár unnið ötullega að því, ásamt háskólunum, að ná þessu markmiði.

Klukkan 15:00 í dag verður haldin athöfn í Bókasal Þjóðmenningarhússins þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun gera niðurstöður viðurkenningarferlisins opinberar. Einnig munu fulltrúar háskólanna flytja stutt erindi um reynslu sína af viðurkenningarferlinu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum