Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íþróttavakning framhaldsskólanna

Miðvikudaginn 12. nóvember fer af stað íþróttavakning framhaldsskólanna. Hefst hún með formlegri athöfn fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík kl. 11.30.

Miðvikudaginn 12. nóvember fer af stað íþróttavakning framhaldsskólanna. Hefst hún með formlegri athöfn fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík kl. 11.30. Þar munu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra kynna átakið en opnunin felst í því að allir nemendur framhaldsskóla landsins ganga eða hlaupa 3 km. Markmiðið er að fá sem flesta nemendur til að hreyfa sig og í vetur verður staðið fyrir fjölbreyttum uppákomum sem fela í sér mikla hreyfingu. Þær verða kynntar síðar.

Að Íþróttavakningu framhaldsskólanna standa menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Lýðheilsustöð og félög framhaldsskólanema, SÍF og HÍF. Síðastliðinn vetur skrifuðu þessir aðilar undir samstarfssamning um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum og er íþróttavakningin liður í því verkefni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum