Hoppa yfir valmynd
17. desember 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Endurskoðun kafla um harmoniku í Aðalnámskrá tónlistarskóla

Vegna ábendinga og athugasemda ákvað menntamálaráðuneytið að endurskoða kafla um harmoniku í Aðalnámskrá tónlistarskóla. Drög að breytingum hafa verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og óskast athugasemdir ef einhverjar eru sendar ráðuneytinu fyrir 20. janúar 2009.
Harmonika
harmonika

Til þeirra sem málið varðar

Menntamálaráðuneyti gefur út aðalnámskrár tónlistarskóla, skv. ákvæðum í lögum nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, með áorðnum breytingum. Ráðuneytið gaf árið 2002 út aðalnámskrá tónlistarskóla fyrir hljómborðshljóðfæri, þ.m.t. harmoniku. Aðalnámskráin er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins.

Vegna ábendinga og athugasemda ákvað menntamálaráðuneytið að endurskoða kafla um harmoniku í Aðalnámskrá tónlistarskóla. Bætt hefur verið kafla um miðnám svo nemendur geti einnig lokið miðprófi í harmoniku með hljómbassa, en í gildandi aðalnámskrá er eingöngu gert ráð fyrir miðprófi á harmoniku með tónbassa.

Drög að breytingum á harmonikunámskránni hafa verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og óskast athugasemdir ef einhverjar eru sendar ráðuneytinu fyrir 20. janúar 2009. Að því loknu verður aðalnámskráin staðfest.

Sjá: www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/306

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum