Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íþróttavakning í framhaldsskólum 2008

Fyrir réttu ári síðan skrifuðu menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, forstjóri Lýðheilsustöðvar og forsvarsmenn félaga framhaldsskólanema undir samstarfssamning um Heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum

Synda framhaldsskólanemendur 10 hringi í kringum Ísland?
Fyrir réttu ári síðan skrifuðu menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, forstjóri Lýðheilsustöðvar og forsvarsmenn félaga framhaldsskólanema undir samstarfssamning um Heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum. Verkefnið er til þriggja ára og markmiðið meðal annars að stuðla að aukinni hreyfingu nemenda, bættri almennri líðan og efla forvarnir gegn vímuefnum í framhaldsskólum.

Einn liður í verkefninu er Íþróttavakning framhaldsskólanna sem hófst formlega þann 12. nóvember 2008 en þá hlupu eða gengu tæplega 5000 framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið alls 3 km. hver.

Vikuna 19.-26. janúar mun næsta átak verkefnisins standa yfir en þá eru framhaldsskólanemendur hvattir til að synda alls 200 metra á dag umrædda viku. Aðstandendur verkefnisins hafa verið í góðu samstarfi við sveitarfélögin í landinu og munu þau sveitarfélög sem eru með framhaldsskóla í sínu umdæmi bjóða framhaldsskólanemendum FRÍTT Í SUND þá viku sem átakið stendur yfir. Allir nemendur framhaldsskólanna, alls tæplega 20.000, hafa fengið afhent sundkort og syndi hver þeirra 200 metra á dag ofangreinda viku leggja þeir 28 milljón metra að baki. Það eru 28.000 km sem samsvarar því að nemendur myndu synda 10 hringi í kringum Ísland.

Íþróttavakningunni lýkur með stórri lokahátíð sem haldin verður á Akureyri 4. apríl næstkomandi, þar sem keppt verður til úrslita í hinum ýmsu íþróttagreinum og sá skóli sem fær flest stig, annars vegar í almennri hreyfingu nemenda og hins vegar í íþróttakeppnunum, sigrar og hlýtur titilinn Íþróttaskóli ársins 2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum