Hoppa yfir valmynd
8. maí 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur norrænna menningarmálaráðherra 6. maí 2009

Nýjungar í norrænu menningarsamstarfi þurfa tíma til að sanna sig
Gefið nýjungum í norræna menningarsamstarfinu tíma til að sanna sig.
Menntamálaráðherra Íslands ásamt norrænum starfsbræðrum sínum á ráðherrafundinum í Eldborg við Svartsengi  Ljósm.: Gunnar G Vigfússon
Norden_katrin

Nýjungar í norrænu menningarsamstarfi þurfa tíma til að sanna sig
Gefið nýjungum í norræna menningarsamstarfinu tíma til að sanna sig. Norrænu menningarmálaráðherrarnir hvetja til þessa, jafnframt því að bjóða lista- og menningarlífinu á Norðurlöndunum til samstarfs.
Norrænu menningarmálaráðherrarnir lögðu á það áherslu á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag í Reykjavík, að enn væri of snemmt að meta áhrif þeirra miklu breytinga sem gerðar hafa verið á menningarsamstarfinu. Ráðherrarnir lýstu sig tilbúna til að skoða betur hugmyndir um aðlögun samstarfsins og leggja því til náið samstarf við listamenn og menningarstarfsmenn á öllum Norðurlöndunum.

Markmiðið með endurskiplagningu norræna menningarsamstarfsins er að gera það sveigjanlegra og virkara, veita nýjum þátttakendum greiðari aðgang að því, opna það fyrir nýjum samstarfsverkefnum og efla það sem mest til að mæta nýjum verkefnum í menningarlífi innanlands sem og á alþjóðavettvangi.

„Þó að breytingarnar séu langt komnar og fyrstu niðurstöður bendi til þess að árangurinn sé jákvæður, er það mikilvægt að við vinnum náið saman með öllum menningargeiranum og ræðum áhrif og tækifæri sem felast í breytingunum. Ef hægt er að bæta starfið, viljum við að sjálfsögðu vita hvað virkar og hvað ekki", segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

Hún leggur samt áherslu á að enn sé of snemmt að meta breytingarnar sem gerðar hafa verið á menningarsamstarfinu:

„Miklar breytingar eru nú að verða á norræna menningarsamstarfinu. Þessar breytingar eru aðeins tveggja ára gamlar og það er ekki nægilega langur tími til að meta hvort þær í heild hafi tekist vel eða ekki. Breytingarnar verða að fá tíma til að skjóta rótum í menningarlandslaginu alls staðar á Norðurlöndunum. Við verðum öll að sýna þolinmæði", segir Katrín Jakobsdóttir.

Menningarmálaráðherrarnir höfðu áður ákveðið að framlengja áætlun um ferðastyrki og lista- og menningaráætlunina um tvö ár fram til loka árs 2011. Jafnframt buðu ráðherrarnir til samstarfsfunda með menningargeiranum með það að markmiði að greina þörfina á breytingum og aðlögun á samstarfinu. Næsti fundur (Norrænn menningarvettvangur) verður haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í ágúst, en þangað hafa ráðherrarnir ákveðið að bjóða einnig þingmönnum í Norðurlandaráði.







Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum