Hoppa yfir valmynd
19. júní 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vinna við menningarstefnu hafin

Vinna við menningarstefnu er hafin í ráðuneyti mennta- og menningarmála. Haukur F. Hannesson, listrekstrarfræðingur, hefur verið fenginn til að hefja vinnuna.

Vinna við menningarstefnu er hafin í ráðuneyti mennta- og menningarmála. Haukur F. Hannesson, listrekstrarfræðingur, hefur verið fenginn til að hefja vinnuna. Haukur á að baki mikla reynslu, bæði sem tónlistarmaður, tónlistarkennari og sem stjórnandi menningarstofnana í Svíþjóð.

Vinna við menningarstefnuna hófst fyrr í vetur þegar Bandalag íslenskra listamanna bauð fram krafta sína á fundi með Katrínu Jakobsdóttur, ráðherra mennta- og menningarmála. BÍL hefur þegar hafið vinnu við að móta hugmyndir að liststefnu sem verður dýrmætt innlegg í mótun menningarstefnu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum