Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tillögur starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um almannaútvarp á Íslandi

Í meðfylgjandi skjali er teknar saman helstu niðurstöður starfshóps um Ríkisútvarpið ohf. og tillögur um úrbætur í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á opinbera hlutafélagaformið og vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru á fjölmiðlamarkaði.

Í meðfylgjandi skjali er teknar saman helstu niðurstöður starfshóps um Ríkisútvarpið ohf. og tillögur um úrbætur í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á opinbera hlutafélagaformið og vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru á fjölmiðlamarkaði.

Starfshópurinn, sem skipaður var af ráðherra með bréfi dags. 26. júní 2009, hefur í vinnu sinni undanfarna mánuði fengið ýmsa gesti á sinn fund til að varpa ljósi á starfsemina, kynnt sér rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarpsins og kynnt sér fjárhagslegar breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaðnum við bankahrunið.

Í vinnu sinni hefur starfshópurinn skoðað fjölmiðlamarkaðinn í heild, sérstöðu almannaútvarps, borið íslenska markaðinn saman við stöðu og hlutverk almannaútvarpsstöðva í nágrannalöndum okkar auk þess sem erfið fjárhagsleg staða fjölmiðla og þá sérstaklega Ríkisútvarpsins hefur verið til umfjöllunar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum