Hoppa yfir valmynd
7. desember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkveitingar til fagfélaga kennara 2010

Á árinu 2010 varð breyting á fyrirkomulagi við styrkveitingar ráðuneytisins til fagkennarafélaga með það að markmiði að gera verklag skýrara.

Á árinu 2010 varð breyting á fyrirkomulagi við styrkveitingar ráðuneytisins til fagkennarafélaga með það að markmiði að gera verklag skýrara. Öllum fagkennarafélögum á grunn- og framhaldsskólastigi voru sendar umsóknarreglur. Félögin fengu frest til 1. september 2010 til þess að senda inn umsóknir ásamt starfsáætlun félagsins fyrir skólaárið 2010-11 og bárust umsóknir frá 39 fagkennarafélögum.

Kennslugreinar og þar með fagkennarafélög voru flokkuð í efnisflokka og hafði hver málaflokkur möguleika á að sækja um allt að kr. 450 þús. fyrir skólaárið 2010-11 og skiptist upphæðin milli umsækjenda viðkomandi efnisflokks.

Í síðasta lagi 1. júlí 2011 þarf ráðuneytinu að berast lokaskýrsla fyrir starfsárið 2010-11. Í henni skal birta yfirlit yfir ráðstöfun styrkjarins. Ef lokaskýrsla hefur ekki borist á réttum tíma fellur niður styrkjamöguleiki næsta árs. Formaður félags er ábyrgðarmaður umsóknar.

Meðfylgjandi er listi yfir styrkveitingar vegna skólaársins 2010-11:

Flokkar kennslugreina Umsóknir hafa borist  Styrkur
Bygginga- og mannvirkjagreinar Verkmennt - félag kennara í byggingagreinum 450.000
     
Farartækja- og flutningsgreinar, málm,- véltækni- og framleiðslugreinar og sjávarútvegs- og siglingagreinar Félag kennara í málmiðngreinum 450.000
     
Heimilisfræði, matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinar Félag framhaldsskólakennara í matvæla- og veitingagreinum 450.000
     
Rafiðngreinar Félag kennara í rafiðngreinum 450.000
     
Snyrtigreinar Félag hársnyrtikennara 450.000
     
Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Félag kennara í bókiðngreinum 450.000
     
Lífsleikni Félag lífsleiknikennara í framhaldsskólum 450.000
     
Listnám, myndlist, listdans, tónlist og leiklist 1. Félag íslenskra myndlistarkennara 150.000
  2. Tónmenntakennarafélag Íslands 150.000
  3. Félag um leiklist í skólastarfi 150.000
     
Hönnunar- og handverksgreinar 1. Félag íslenskra smíðakennara 90.000
  2. Félag textílkennara 90.000
  3. FATEX - félag fata- og textílkennara 90.000
  4. Félag íslenskra vefnaðarkennara 90.000
  5. FÍKNF - félag ísl. kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt  90.000
     
Sértæk námsúrræði, nemendur með fötlun 1. Félag íslenskra sérkennara 225.000
  2. Félag talkennara og talmeinafræðinga 225.000
     
Enska 1. Félag enskukennara 225.000
  2. Stíl - Samtök tungumálakennara á Íslandi 225.000
     
Norðurlandamál 1. Félag norsku- og sænskukennara 225.000
  2. Félag dönskukennara 225.000
     
3. mál 1. Félag frönskukennara 112.500
  2. Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem erlent mál 112.500
  3. Félag spænskukennara á Íslandi 112.500
  4. Félag þýskukennara 112.500
     
Íslenska Samtök móðurmálskennara 450.000
     
Samfélagsgreinar, uppeldis- og tómstundagreinar 1. Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum 112.500
  2. Félag heimspekikennara 112.500
  3. Samtök sálfræði- og uppeldisfræðikennara 112.500
  4. Félag félagsfræðikennara 112.500
     
Náttúrufræði 1. Félag raungreinakennara 195.000
  2. Félag náttúrufræðikennara á grunnskólastigi,  60.000
  3. Samlíf - Samtök líffræðikennara 195.000
     
Stærðfræði Flötur, samtök stærðfræðikennara 450.000
     
Upplýsinga- og tæknimennt Félag um upplýsingtækni og menntun 3F 450.000
     
Viðskiptafræði, hagræði, verslunar- og skrifstofugreinar Samtök kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum 450.000
     
Annað 1. Samstarfshópur bókasafnsfræðinga 150.000
  2. Félaga náms- og starfsráðgjafa 150.000
  3. Félag fagfólks í skólasöfnum 150.000
Samtals 9.000.000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum