Hoppa yfir valmynd
17. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðingur við ReykjavíkurAkademíuna   

Mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar (RA) undirrituðu í dag styrktarsamning ráðuneytisins við RA.

Katrín Jakobsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir
Katrín Jakobsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar (RA) undirrituðu í dag styrktarsamning ráðuneytisins við RA.
Samningurinn felur í sér að ráðuneytið muni beita sér fyrir a.m.k. 16 milljóna króna árlegu framlagi til RA. Samningurinn gildir út árið 2013. Um er að ræða tímamótasamning í sögu ReykjavíkurAkademíunnar sem nú hefur starfað í 14 ár en stígur nú nýtt skref sem miðstöð rannsókna og fræða.
ReykjavíkurAkademían er rannsóknarstofnun og nýsköpunarmiðstöð í menningar, hug- og félagsvísindum sem veitir sjálfstætt starfandi fræðimönnum starfsaðstöðu, er vettvangur fjölfaglegs samstarfs fræðimanna og hefur staðið fyrir fyrirlestrum, málþingum og umræðufundum sem tengjast rannsóknaverkefnum fræðimanna og stúdenta innan RA.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum